Kennarar í mál við Delta

Vél Delta Airlines sem þurfti að nauðlenda var að losa …
Vél Delta Airlines sem þurfti að nauðlenda var að losa sig við eldsneyti fyrir lendingu. Ekki vildi þó bet­ur til en svo að eldsneytið hafnaði á skóla og skólalóð nokkurra grunnskóla í borginni og á fjölda manns sem þar voru ut­an­dyra á leik­velli. AFP

Fjórir kennarar hafa höfðað mál gegn Delta Airlines eftir að farþegaflugvél flugfélagsins losaði eldsneyti yfir nokkra grunnskóla í Los Angeles. 

Vélin tók á loft frá alþjóðaflug­vell­in­um í Los Ang­eles á þriðjudag en þurfti að snúa við skömmu eft­ir flug­tak vegna vél­ar­vand­ræða og þurfti að losa sig við eldsneyti áður en hún hélt inn til nauðlend­ing­ar.

Ekki vildi þó bet­ur til en svo að eldsneytið hafnaði á skóla og skólalóð nokkurra grunnskóla í borginni og á fjölda manns sem þar voru ut­an­dyra á leik­velli.

17 börn og níu full­orðnir þurftu á aðhlynn­ingu að halda eft­ir að hafa fengið eldsneytið yfir sig. Fjórir kennarar ætla að fara fram á miskabætur vegna málsins. 

„Umbjóðendur mínir fundu fyrir eldsneytinu á fötum sínum, húð og augum,“ segir lögmaður kennarana. Eldsneytið fór einnig í nef og munn kennaranna sem olli þeim verulegum óþægindum. Málið var þingfest í Los Angeles á föstudag en forsvarsmenn Delta hafa ekki tjáð sig um málsóknina. 

Flug­vél­ar mega losa eldsneyti til þess að létta sig í neyðar­til­vik­um, en flug­um­ferðar­stjór­ar verða þá að vara þá við sem gætu orðið fyr­ir eldsneyt­inu.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert