Losaði sig við eldsneyti yfir barnaskóla

Flugvélin sem sprautaði eldsneytisbirgðum sínum yfir barnaskólann var frá Delta.
Flugvélin sem sprautaði eldsneytisbirgðum sínum yfir barnaskólann var frá Delta. AFP

Farþegaflugvél Delta Airlines, sem hélt af stað frá alþjóðaflugvellinum í Los Angeles í dag en þurfti að snúa við skömmu eftir flugtak vegna vélarvandræða, losaði sig við eldsneyti áður en hún hélt inn til nauðlendingar.

Ekki vildi þó betur til en svo að eldsneytið hafnaði á barnaskóla í borginni og á fjölda manns sem þar voru utandyra á leikvelli.

Fram kemur í frétt Los Angeles Times um málið að 17 börn og níu fullorðnir hafi þurft á aðhlynningu að halda eftir að hafa fengið eldsneytið yfir sig.

Ekki þurfti að flytja neinn á spítala, en yfir 70 manns úr slökkviliði borgarinnar komu að  barnaskólanum og var viðbúnaður mikill.

Í frétt BBC kemur fram að flugvélar megi losa eldsneyti til þess að létta sig í neyðartilvikum, en flugumferðarstjórar verði að vara þá sem gætu orðið fyrir eldsneytinu við.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert