Stöðvaðist á akbraut

AFP

Írönsk farþegaþota fór út af flugbrautinni er hún lenti á flugvellinum í Bandar-e Mahshahr og þaðan yfir á nærliggjandi breiðgötu þar sem hún stöðvaðist. Engin slys urðu á fólki að því er fram kom í fréttum íranska ríkissjónvarpsins.

Í fréttinni kom fram að flugstjórinn hefði lent vélinni of seint með þessum afleiðingum en svo virðist sem afturhjól hafi brotnað í lendingu. Rannsókn er hafin á tildrögum óhappsins.

Þotan, sem er af McDonnell Douglas-gerð, er í eigu Caspian Airlines. Hún var að koma frá Teheran með 135 farþega um borð auk áhafnar. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert