Var örfáa metra frá morðingjanum

Partya Aree faldi sig örfáa metra frá hermanninum sem drap 29 manns og særði tugi í taí­lensku borg­inni Nak­hon Ratchasima um helgina. 

„Starfsmennirnir sögðu okkur að fela okkur inni á skrifstofu verslunarinnar. Við flylgdumst með á eftirlitsmyndavélum. Hann stóð fyrir framan verslunina, klæddur hermannabúningi, og með hulið andlit,“ segir Aree í samtali við AFP-fréttastofuna. 

„Hann hélt á byssu og horfði í sífellu til hægri og vinstri til skiptis,“ bætir hún við. 

Heyra mátti saumnál detta þar sem Aree og nokkrir aðrir földu sig. „Við slökktum öll ljós og á loftkælingunni. „Ég var svo hljóðlát að ég heyrði eigin andardrátt,“ segir Aree.  

Fjölda­morðing­inn leitaði skjóls í versl­un­ar­miðstöð í bæn­um og faldi sig þar, vopnaður hríðskotariffl­um sem hann stal úr her­stöðinni sem hann starfaði í. Hann skaut yf­ir­mann sinn til bana rétt áður en hann hélt inn í borg­ina og framdi ódæðið. 

Aree krefst þess að herinn rannsaki ítarlega hvernig morðingjanum tókst að komast yfir vopnin. „Ekki síst til að koma í veg fyrir að svona nokkuð gerist aftur,“ segir hún. 

Sérsveitarmenn felldu morðingjann aðfaranótt sunnudags en hann faldi sig í versl­un­ar­miðstöðinni um nóttina. Vitað er að hann var skot­inn til bana um sex og hálfri klukku­stund eft­ir að fyrsta morðið var framið.

mbl.is