Leita manna vegna hatursglæps

Jonathan Mok birti þessa mynd á Facebook-síðu sinni sem sýnir …
Jonathan Mok birti þessa mynd á Facebook-síðu sinni sem sýnir afleiðingar árásarinnar. Ljósmynd/Facebook

Lögreglan í London leitar manna sem grunaðir eru um að hafa ráðist á Jonathan Mok, karlmann frá Singapúr, í lok febrúar. Ástæða árásinnar er sögð rasísk og tengd kórónuveirunni sem á upptök sín í Kína.

Mok greindi frá því að hann hefði verið á gangi í miðborg London þegar þegar hann heyrði fólk kalla „kór­ónu­veira“ fyr­ir aft­an hann.

Hann sneri sér við og þá réðust þrír eða fjórir ungir menn og kona á hann.

Lögreglan birti mynd af fjórum mönnum sem hún telur líklega árásarmenn.

„Ég skil ekki hvers vegna það er ráðist á einhvern eingöngu af því að viðkomandi er öðruvísi á litinn en þú,“ sagði Mok við BBC.

Hann er líklega með brotið kinnbein eftir árásina og þarf að fara í aðgerð.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert