Sanders íhugar stöðu sína

Bernie Sanders.
Bernie Sanders. AFP

Bernie Sanders er að íhuga hvort hann ætlar að halda áfram að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins til embættis forseta Bandaríkjanna eftir að hafa tapað fyrir Joe Biden í forvali í þremur ríkjum í gær.

„Næsta forval verður eftir að minnsta kosti þrjár vikur,“ sagði Faiz Shakir, kosningastjóri Sanders, í yfirlýsingu til bandarískra fjölmiðla.

„Sanders öldungadeildarþingmaður ætlar að tala við stuðningsmenn sína til að meta stöðuna.“

Joe Biden.
Joe Biden. AFP
mbl.is