Bretar í almenningsgörðum og sólbaði

Lögreglumenn ræða við fólk á Baðströnd í Brighton í gær.
Lögreglumenn ræða við fólk á Baðströnd í Brighton í gær. AFP

Ekki er útilokað að Bretum verði bannað að stunda líkamsrækt utandyra, að því er fram kom í máli heilbrigðisráðherrans Matts Hancocks á BBC í morgun, eftir að fregnir bárust af fólki sem safnaðist saman í almenningsgörðum og fór í sólbað á baðströndum landsins í gær. Útgöngubann í Bretlandi hefur verið í gildi frá 23. mars en miðað hefur verið við að fólki sé heimilað að fara út einu sinni á dag. 

Á föstudag beindu þarlend stjórnvöld því til almennings að hunsa spár um gott veður og halda sig heima en úr varð að fjöldi fólks ákvað að njóta sólarinnar, og þurfti sem dæmi að loka Brockwell-almenningsgarðinum í London í dag, þar sem yfir 3.000 manns heimsóttu hann í gær. 

Matt Hancock á fréttamannafundi fyrir helgi.
Matt Hancock á fréttamannafundi fyrir helgi. AFP

Mega ekki skemma fyrir hinum

Sem fyrr segir sagði Hancock í morgun að nú væri mögulegt að útiæfingar almennings yrðu bannaðar með öllu. „Skilaboð mín eru mjög skýr. Ef þið viljið ekki að við þurfum að banna alla líkamsrækt utandyra verðið þið að fylgja reglunum. Stærstur hluti fólks fylgir reglunum og við skulum ekki leyfa minnihlutanum að skemma fyrir öllum hinum,“ sagði Hancock.

Tveggja metra reglan er í gildi í Bretlandi eins og …
Tveggja metra reglan er í gildi í Bretlandi eins og hér heima. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert