Boris Johnson dvaldi á gjörgæslu í nótt

Boris Johnson.
Boris Johnson. AFP

Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, dvaldi í nótt á gjörgæsludeild á sjúkrahúsi í London í kjölfarið á því að einkenni hans vegna kórónuveirusýkingar versnuðu í gær.

Talsmaður Down­ingstræt­is segir að þangað hafi Johnson verið fluttur eftir ráðleggingar lækna og hann hljóti fyrsta flokks hjúkrun.

Ut­an­rík­is­ráðherr­ann Dom­inic Raab leysir Johnson af hólmi „þar sem þess er þörf“ samkvæmt talsmanninum.

Ellefu dagar eru síðan Johnson greindist með kórónuveiruna.

Unn­usta hans, Carrie Symonds, sem er þunguð, hef­ur verið veik í um það bil viku en er á bata­vegi. 

Frétt BBC.

mbl.is