Staðan að skána í Kína

Frá Wuhan.
Frá Wuhan. AFP

Frá og með morgundeginum verður fólki leyft að yfirgefa kínversku borgina Wuhan, þar sem kór­ónu­veir­an sem veld­ur COVID-19 á upp­tök sín, í fyrsta skipti síðan útgöngubann var sett þar 23. janúar.

Samkvæmt tölum frá Kína voru engin andlát af völdum kórónuveirunnar þar í landi undanfarinn sólarhring.

Ný tilfelli veirunnar eru 32 en þau eru öll sögð tengjast fólki sem kom til Kína frá öðrum löndum.

Í umfjöllun BBC kemur fram að kínversk yfirvöld hafi sent öðrum löndum í Asíu, sem og Evrópulöndum, aðstoð í baráttunni við veiruna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert