Börn staðgöngumæðra föst í Úkraínu

Um 35 börn eru nú í umsjá barnfóstra og hjúkrunarfræðinga …
Um 35 börn eru nú í umsjá barnfóstra og hjúkrunarfræðinga á hóteli í útjaðri Kænugarðs þar sem þau bíða þess að foreldrar þeirra geti sótt þau. AFP

Fjöldi barna sem úkraínskar staðgöngumæður hafa gengið með fyrir foreldra víðs vegar um heiminn sitja nú föst í Úkraínu vegna lokana landamæra vegna kórónuveirufaraldursins.

Um 35 börn eru nú í umsjá barnfóstra og hjúkrunarfræðinga á hóteli í útjaðri Kænugarðs þar sem þau bíða þess að foreldrar þeirra geti sótt þau, en fjallað er um málið í myndskeiði BBC sem sjá má hér að neðan.

Landamæri Úkraínu eru að mestu lokuð og hefur utanríkisráðuneyti landsins ákveðið að meina erlendum ríkisborgurum að koma til landsins jafnvel þótt þau eigi þar barn, að því er formaður staðgöngumæðramiðlunarinnar Biotexcom segir fréttamanni BBC.

Staðgöngumæðrun er lögleg og raunar mjög vinsæl starfsemi í Úkraínu, en kostnaðurinn við að láta staðgöngumóður ganga með barn er um 50 þúsund Bandaríkjadalir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert