Fundu skilnaðarpappíra undirritaða af Anne

Anne-Elisabeth Hagen hvarf á haustdögum 2018.
Anne-Elisabeth Hagen hvarf á haustdögum 2018. AFP

Norska lögreglan hefur fundið skilnaðarpappíra sem undirritaðir voru af Anne-Elisabeth Hagen, konu sem hvarf að sögn heimildarmanna norska miðilsins VG. Eiginmaður hennar, fjárfestirinn og auðmaðurinn Tom Hagen, er grunaður um að hafa myrt hana á haustdögum 2018. 

Heimildir VG herma að skilnaðarpappírarnir hafi fundist eftir að Tom var handtekinn og ákærður fyrir morð en pappírarnir eiga að vera nokkurra ára gamlir. Tom hefur ekki skrifað undir þá, einungis Anne-Elisabeth. 

Uppgötvunin er mikilvæg fyrir rannsóknarlögreglumenn sem telja að skilnaðarpappírarnir renni frekari stoðum undir tilgátu þeirra um að Tom Hagen hafi myrt eiginkonu sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert