Stjórnvöld haldi fjölgun úígúra í skefjum

Úígúr-múslimsk kona með börnin sín fjögur.
Úígúr-múslimsk kona með börnin sín fjögur. AFP

Ný rannsókn á stöðu úígúr-múslíma í Xinjiang-héraði í Kína segir að stjórnvöld vinni markvisst að því að halda fjölgun þeirra í skefjum með því að neyða konur í ófrjósemisaðgerðir, þungunarrof og til þess að nota getnaðarvarnir.

Kínverski fræðimaðurinn Adrian Zenz framkvæmdi rannsóknina, en fjöldi fólks hefur kallað eftir viðbrögðum Sameinuðu þjóðanna vegna niðurstaðna hennar og farið fram á að SÞ geri eigin úttekt á málinu.

Kínversk stjórnvöld hafna ásökununum og segja þær tilhæfulausar.

Talið er að um milljón úígúr-múslima sé í haldi kínverskra stjórnvalda í Xinjiang, en stjórnvöld segja þá vera í því sem þeir kalla fræðslubúðir af fúsum og frjálsum vilja. Fjöldi rannsókna bendir hins vegar til annars, eða þess að þeir séu fangelsaðir, pyntaðir og heilaþvegnir í búðunum.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert