Ólafur og Dorrit á mynd með Maxwell

Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands og eiginkona hans, Dorrit Moussaieff, eru meðal þeirra sem ástralski vefmiðillinn news.com.au birtir myndir af með Ghislaine Maxwell í dag. Maxwell er fyrr­ver­andi kær­asta og sam­starfs­kona Jef­frey Ep­stein og var handtekin í New York í síðustu viku grunuð um að hafa starfað með Epstein.

Samkvæmt frétt news.com.au á Maxwell fjölmarga vini úr hópi fræga fólksins í heiminum og birtir nokkrar myndir því til sönnunar. Meðal annars af fyrrverandi forsetahjónum Íslands.

Maxwell er sökuð um að hafa aðstoðað Epstein með því að mynda tengsl við ungar stúlkur áður en Epstein beitti þær kynferðislegu ofbeldi. 

Hér er hægt að skoða myndirnar 

Alicia Arden er ein þeirra sem sakaði Jeffrey Epstein um …
Alicia Arden er ein þeirra sem sakaði Jeffrey Epstein um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina