Trump loks með grímu og nýtt smitmet

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, var með grímu þegar hann heimsótti …
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, var með grímu þegar hann heimsótti Walter Reed National Military Medical Center í Bethesda, Maryland'. AFP

Enn einn daginn eru staðfest kórónuveirusmit í Bandaríkjunum fleiri en 60 þúsund talsins. Nýtt met var slegið í gær, 66.528 ný staðfest smit en alls hafa rúmlega 3,2 milljónir Bandaríkjamanna smitast, svo staðfest er, af kórónuveirunni. Af þeim eru tæplega 135 þúsund látin.

Tæplega 135 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum.
Tæplega 135 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum. AFP

Forseti landsins, Donald Trump, sást í fyrsta skipti með grímu í gær en undanfarnar vikur hafa aðrir landsmenn þurft að bera slíka grímu á almannafæri. Síðustu fimm daga hafa staðfest smit verið fleiri en 60 þúsund talsins.

Trump heimsótti særða hermenn á Walter Reed sjúkrahúsinu í úthverfi Washington í gær og var með svarta grímu merkta forsetaembættinu, þar sem hann gekk í gegnum sjúkrahúsið. Samkvæmt fréttum bandarískra fjölmiðla undanfarna daga hafði aðstoðarfólk hans grátbeðið hann um að sýna gott fordæmi og bera andlitsgrímu á almannafæri. 

Gestir bíða eftir því að heimsækja Magic Kingdom garðinn í …
Gestir bíða eftir því að heimsækja Magic Kingdom garðinn í Disney World í gær. AFP

Eitt þeirra ríkja þar sem nýjum smitum fjölgaði í gær er Flórída en þann sama dag opnaði Disney World tvo af fjórum skemmtigörðum sínum í Orlando. Alls voru skráð 10.360 ný smit í Flórída og 95 dauðsföll í gær af völdum COVID-19.

AFP

Gestir urðu að kaupa miða fyrirfram þannig að stjórnendur Disney gátu stýrt aðsókninni og eins var mælt með því að fjarlægðarmörk væru virt. Eins voru gestir beðnir um að fara í hitamælingu og alls staðar var hægt að nálgast sóttvarnaefni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert