Yfirheyrður vegna eldsvoða í dómkirkju

Orgelið í kirkjunni fór illa út úr eldsvoðanum.
Orgelið í kirkjunni fór illa út úr eldsvoðanum. AFP

Karlmaður er í haldi lögreglu vegna eldsvoða í dómkirkjunni í Nantes í Frakklandi í gær. AFP-fréttastofan greinir frá og hefur það eftir saksóknara í frönsku borginni.

Karlmaður sem vann í kirkjunni og sá meðal annars um að ganga frá og loka kirkjunni á föstudagskvöld verður í dag yfirheyrður vegna eldsvoðans.

Slökkviliðsbílar fyrir utan kirkjuna í gær.
Slökkviliðsbílar fyrir utan kirkjuna í gær. AFP

Pierre Sennes saksóknari sagði í samtali við AFP að of snemmt væri að segja til um á þessari stundu hvort umræddur maður væri sá seki.

Tilkynning um eldinn barst skömmu fyrir klukkan átta í gærmorgun. Slökkviliðsmönnum tókst að koma í veg fyrir stórtjón en skemmdir eru að mestu bundnar við orgel, sem er gjörónýtt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert