Björguðu uglu úr brunni

Slökkvilið bjargaði uglu úr prísund sinni í 40 metra djúpum …
Slökkvilið bjargaði uglu úr prísund sinni í 40 metra djúpum brunni í kastalarústum í norðurhluta Þýskalands á dögunum. AFP

Slökkvilið bjargaði uglu úr prísund sinni í 40 metra djúpum brunni í kastalarústum í norðurhluta Þýskalands á dögunum.

Íbúi í nágrenni kastalans hafði heyrt ugluvæl úr brunninum og gerði lögerlu viðvart.

Slökkviliðið dældi súrefni niður í brunninn og setti upp sigbúnað þegar mistókst að lokka ugluna í poka með beitu. Uglan er nú í góðum höndum í leðurblökuathvarfi á svæðinu, að því er fram kemur í frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert