Færeyingar feta í fótspor Íslendinga

Tekið verður gjald fyrir landamæraskimun í Færeyjum frá 14. ágúst.
Tekið verður gjald fyrir landamæraskimun í Færeyjum frá 14. ágúst. mbl.is

Færeyingar munu hefja gjaldtöku fyrir landamæraskimun 14. ágúst. Gjaldið verður 390 danskar krónur (8.400 ISK) fyrir þá sem koma með flugi eða Norrænu frá Íslandi, en 500 krónur (10.700 ISK) fyrir þá sem koma með Norrænu annars staðar frá.

Kringvarpið greinir frá því að upphaflega hafi staðið til að gjaldtakan hæfist á morgun, 1. ágúst, en því hafi verið frestað, án þess að það sé skýrt nánar. Þá hefur heilsumálaráðið færeyska framlengt samninga sína við rannsóknarstofuna Thetis og Smyril Line um kórónuveiruskimanir til þess tíma. 

37 virk kórónuveirusmit eru í Færeyjum en enginn þeirra smituðu er þó færeyskur. Ellefu sjómenn greindust nýlega með veiruna um borð í flutningaskipi sem liggur við bryggju í Klakksvík.

mbl.is