Útgöngubann á enn fleiri stöðum

Spánn hefur farið einna verst út úr heimsfaraldrinum og er …
Spánn hefur farið einna verst út úr heimsfaraldrinum og er staðan þar í landi að versna á nýjan leik AFP

Yfirvöld í spænska bænum Aranda de Duero hafa skipað íbúum bæjarins að halda sig heima í tilraun til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í bænum. Íbúar bæjarins telja um 32.000 manns. Gripið er til þessara aðgerða aðeins sex vikum eftir að spænsk stjórnvöld tóku að létta á takmörkunum sínum vegna ástandsins. Tæplega 20.000 ný smit hafa greinst í landinu síðastliðna viku.

Útgöngubann er nú þegar í gildi á öðrum svæðum Spánar, þar á meðal í Baskalandi, og á svæðum við Katalóníu og Aragon. Spánn hefur farið einna verst Evrópulanda út úr kórónuveirunni. Staðfest smit í landinu frá upphafi faraldursins eru rúmlega 310.000 og hingað til hafa um 28.500 manns látist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert