McDonald's kærir fyrrverandi framkvæmdastjóra

AFP

Skyndibitakeðjan McDonald's hefur nú kært fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins, Steve Easterbrook, fyrir að ljúga til um kynferðislegt samband sitt við aðra starfsmenn fyrirtækisins. 

Easterbrook var sagt upp störfum á síðasta ári eftir að í ljós kom að hann hafi átt í kynferðislegu sambandi við starfsmann. 

Fram kemur á vef BBC að tilefni ákærunnar sé að Easterbrook hafi logið til um sambandið við stjórn félagsins, eyðilagt sönnunargögn og átt í nánu sambandi við þrjá aðra starfsmenn, en stjórn fyrirtækisins hóf að nýju rannsókn á málinu eftir að starfsmaður fyrirtækisins gaf skýrslu um samband Easterbrook við fleiri starfsmenn. 

McDonald's fer fram á að sú upphæð sem Easterbrook fékk greidda við starfslok sín verði endurgreidd, en talið er að upphæðin hafi verið í kringum 40 milljón Bandaríkjadollara, tæplega fimm og hálfan milljarð króna. 

Steve Easterbrook, fyrrverandi framkvæmdastjóri McDonalds.
Steve Easterbrook, fyrrverandi framkvæmdastjóri McDonalds. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert