Bretland setur Ísland á rauða listann

Boris Johsnon, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johsnon, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Ísland er komið á rauða lista breskra stjórnvalda sem þýðir að allir þeir sem ferðast frá Íslandi til Bretlands frá og með klukkan 4 að morgni laugardags, þurfa að fara í 14 daga sóttkví. Ásamt Íslandi fara Danmörk, Slóvakía og Karíbahafs-eyjan Curacao á rauða lista breskra stjórnvalda.

Að því er kemur fram í frétt The Evening Standard, þá telja bresk stjórnvöld ekki öruggt að ferðalangar frá Íslandi fari ekki í sóttkví við komuna til Bretlands.

„Gögnin sýna að við verðum að fjarlægja Ísland, Danmörk, Slóvakíu og Curacao, af lista stjórnvalda yfir örugg lönd,“ sagði Grant Shapps, samgöngumálaráðherra Bretlands á Twitter nú síðdegis.

Fari fólk ekki eftir þessum reglum má það búast við að lágmarki 1.000 punda sekt, sem jafngildir um 178 þúsund krónum.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert