Sór embættiseið í Kúveit

Sjeikinn Nawaf al-Ahmad al-Sabah.
Sjeikinn Nawaf al-Ahmad al-Sabah. AFP

Nýr emír hefur svarið embættiseið í Kúveit, eða hinn 83 ára gamli sjeik Nawaf al-Ahmad Al-Sabah. Hann tekur við af hálfbróður sínum, sjeiknum Sabah al-Ahmed al-Sabah, sem lést í Bandaríkjunum, 91 árs gamall.

Sjeikinn Nawaf sór embættiseiðinn í þinghúsinu í Kúveit-borg. Á sama tíma bíður þjóðin eftir því að fá lík hálfbróður hans til landsins.

Sabah al-Ahmed al-Sabah stjórnaði Kúveit frá ár­inu 2006 og hafði í raun yf­ir­um­sjón með ut­an­rík­is­mál­um lands­ins í rúma hálfa öld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert