Fjórtán létust þegar bílsprengja sprakk

Bandarískur skriðdreki á ferðinni í héraðinu Hasakeh í Sýrlandi.
Bandarískur skriðdreki á ferðinni í héraðinu Hasakeh í Sýrlandi. AFP

Fjórtán létust, flestir almennir borgarar, þegar bílsprengja sprakk í bænum Al-Bab í norðurhluta Sýrlands þar sem Tyrkir ráða ríkjum.

Sprengingin varð skammt frá umferðarmiðstöð í bænum.

Að minnsta kosti 40 til viðbótar særðust, sumir alvarlega, að sögn mannréttindasamtakanna Syrian Observatory for Human Rights.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert