Iceland sendi kjúklinganagg út í geim

Kjúklinganaggur fór út í geim.
Kjúklinganaggur fór út í geim.

Menn, simpansar og nú kjúklinganaggur. Vísindamenn hafa sent fjölda fólks og ýmiss konar hluti út í geim, en nú hefur breska verslunarkeðjan Iceland orðið fyrst til að senda kjúklinganagg út í geim. 

Naggurinn var sendur út í geim í tilefni af 50 ára afmæli verslunarinnar.

Iceland réð fyrirtækið Sent Into Space til að senda nagginn út í geim. Samkvæmt vef Sent Into Space er fyrirtækið leiðandi í geimtengdum markaðsherferðum. 

Naggurinn var sendur út í miðhvolf gufuhvolfs jarðar en það hefst í um 19 kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Naggurinn var þó sendur vel út í miðhvolfið eða rúma 33 kílómetra og flaut þar um að því er fram kemur í tilkynningu á vef Sent Into Space. Naggurinn flaut um í rúman klukkutíma.

Honum var skotið upp í Wales með gasfylltri blöðru með staðsetningarbúnaði, myndavél og fallhlíf. 

mbl.is