Borgarstjóri Kaupmannahafnar segir af sér

Frank Jensen er hættur.
Frank Jensen er hættur. Skjáskot/DR

Frank Jensen, borgarstjóri Kaupmannahafnar, sagði af sér í morgun. Hann hafði setið í ellefu ár en hrökklast nú frá störfum vegna ásakana um kynferðislega áreitni sem nýlega litu dagsins ljós. 

„Ég hefði gjarnan vilja halda áfram og vera hluti af lausninni en ég sé nú að ég get það ekki. Þess vegna segi ég af mér sem borgarstjóri,“ er haft eftir Jensen í fréttatilkynningu. Hann segir að um sína eigin ákvörðun sé að ræða. 

„Nú fer ég, Frank Jensen, af skrifstofu borgarstjóra, og það mun ég gera frá og með deginum í dag.“

Lars Weiss borgarfulltrúi tekur við af Jensen sem vill ekki ræða það sem hann hefur verið sakaður um. Hann ítrekar að hann hafi ekki reynt að ljúga sig úr úr neinu.

12 ásakanir á hendur Jensen hafa komið fram í fjölmiðlum en danski fréttamiðillinn Berlingske segir að málin gætu verið allt að 20 talsins.  

Frétt Berlingske

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert