Nemendur ákærðir fyrir að benda á kennarann

AFP

Sjö manns, þar á meðal tveir nem­end­ur í skólanum þar sem sögukennari var afhöfðaður fyrir helgi, hafa verið ákærðir í tengslum við morðið. Nemendurnir eru sakaðir um að hafa bent ódæðismanninum á Samu­el Paty, franska sögukennarann.

Sjömenningarnir verða ákærðir fyrir „samsæri um að fremja hryðjuverk“.

Paty, hafði sýnt skop­mynd­ir af Múhameð spá­manni í tengsl­um við kennslu um ákvæði stjórn­ar­skrár­inn­ar um tján­ing­ar­frelsið.

Árás­armaður­inn, Abdoulakh Anzorov, var skot­inn til bana af lög­reglu eft­ir árás­ina á föstu­dag. Hann var 18 ára gam­all og hafði búið í Frakklandi ásamt fjöl­skyldu sinni frá sex ára aldri. Abdoulakh Anzorov var fædd­ur í Moskvu en átti ætt­ir að rekja til Tsjet­sjen­íu. 

Jean-Francois Ricard, saksóknari hryðjuverkamála í Frakklandi, segir ungmennin, sem eru á bilinu 14-15 ára, hluta af hópi sem hafi deilt um það bil 350 evrum sem morðinginn bauð þeim fyrir að benda á kennarann.

Ungmennin sem eru ákærð biðu með hinum 18 ára gamla morðingja, Abdullakh Anzorov, í meira en tvær klukkustundir eftir að Paty kæmi út úr skólanum síðastliðinn föstudag.

Samkvæmt saksóknara biðu nemendurnir með árásarmanninum þrátt fyrir orð hans um að vilja hafa hendur í hári kennarans vegna myndasýningarinnar.

Aðrir ákærðir eru faðir stúlku við skól­ann en hann kynnti und­ir ófriðarbáli gegn kenn­ar­an­um með ít­rekuðum skila­boðum á sam­fé­lags­miðlum og YouTu­be þar sem  hann hvatti til aðgerða gegn kenn­ar­an­um, þekktur íslamskur öfgamaður og þrír vina Anzorov.

mbl.is