Mannamót um jól „uppskrift að eftirsjá“

Ráðamenn eru áhyggjufullir yfir þeim áhrifum sem samkomur jólanna geta …
Ráðamenn eru áhyggjufullir yfir þeim áhrifum sem samkomur jólanna geta haft á faraldurinn. AFP

Breskir ríkisborgarar eru nú hvattir til að hugsa sig vandlega um áður en þeir nýta sér þær tilslakanir sem bresk stjórnvöld hafa tilkynnt á takmörkunum vegna Covid-19 yfir jólin. Andrew Hayward, ráðgjafi ríkisstjórnarinnar, segir að samkomur fjölskyldna um jólin séu „uppskrift að eftirsjá“ fyrir fólk. 

Breskar fjölskyldur sem búa ekki á sömu heimilum hafa nú heimild til að hittast hver heima hjá annarri frá 23.-27. desember næstkomandi. Mest mega fjölskyldur frá þremur heimilum hittast á einum stað. Tilslökunin hefst degi fyrr á Norður-Írlandi og lýkur degi síðar.

Vegfarandi myndar jólatré sem ber heitið Tré vonar og er …
Vegfarandi myndar jólatré sem ber heitið Tré vonar og er staðsett á Pancras lestarstöðinni í London. AFP

Fólk meti áhættuna sjálft

Fyrirætlanirnar hafa verið gagnrýndar af bareigendum þar sem fólki er ekki heimilt að hittast annars staðar en á heimilum hvert annars. 

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands er á meðal þeirra leiðtoga á Bretlandi sem hafa hvatt fólk til að meta sjálft áhættuna af því að hitta skyldmenni sín um jólin. Í myndbandsyfirlýsingu segir Johnson að þrátt fyrir að aðeins sé slakað á reglum þurfi Bretar áfram að einbeita sér að því að halda smitum niðri. 

Lifandi fréttastreymi BBC vegna Covid-19

mbl.is