60 handteknir í mótmælum gegn sóttvarnareglum

Mótmælendur voru margir hverjir ekki með grímur, sem stríðir gegn …
Mótmælendur voru margir hverjir ekki með grímur, sem stríðir gegn sóttvarnareglum í Bretlandi. AFP

Rúmlega 60 manns voru handteknir í tengslum við mótmæli gegn sóttvarnareglum í Lundúnum í dag. Þetta kemur fram í twitterfærslu frá lögreglu Lundúnaborgar.

Að sögn lögreglunnar voru einhverjir teknir höndum vegna brota á sóttvarnareglum, en meira en þúsund manns voru samankomnir við Marble Arch á Oxford-stræti. Fjöldi handtekinna mun líklega hækka þegar líður á kvöldið, er segir í færslunni, en lögreglan hvetur mótmælendur til að fara heim.

Útgöngubann er enn í gildi í Englandi, en því lýkur í næstu viku. Þá tekur við svokallað þrepakerfi (tier-system) líkt því sem var í gildi áður en útgöngubannið hófst í byrjun nóvember. Greint hefur verið frá því að Lundúnaborg muni falla í annað þrep en fjöldi borga í norðurhluta Englands í það þriðja.

Meira en 60 mann hafa verið handteknir í tengslum við …
Meira en 60 mann hafa verið handteknir í tengslum við mótmælin. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert