Rannsókn lokið í Fishrot-málinu

James Hatuikulipi, einn þeirra ákærðu í Fishrot-málinu.
James Hatuikulipi, einn þeirra ákærðu í Fishrot-málinu. Ljósmynd/Seaflower

Rannsókn yfirvalda er lokið í Fishrot-málinu svonefnda, að sögn saksóknarans Eds Marondedze. Réttarhöldum í því máli hefur verið frestað fram til 5. febrúar svo saksóknarinn geti tekið ákvörðun um hverja beri að ákæra og fyrir hvað. 

Undir í því máli eru sexmenningar sem grunaðir eru um pen­ingaþvætti, mút­ur og fleira í tengsl­um við Sam­herja­skjöl­in. Bern­h­ard Esau og Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi ráðherrar í rík­is­stjórn lands­ins eru á meðal þeirra grunuðu. Hinir eru „há­karl­arn­ir“ og frænd­urn­ir James og Taw­son „Fitty“ Hatuikulipi, auk þeirra Ricar­do Gusta­vo og Pius Mwatelu­lo.

Réttarhöld yfir sjömenningunum, sem ákærðir eru í Fishcor-málinu svokallaða, munu fara fram í Namibíu í apríl á nýju ári.

Namibíska dagblaðið Namibian greinir frá þessu í dag, en Fishcor-málið var tekið fyrir í höfuðborginni Windhoek í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert