Svíar banna komu Dana

Ferðir til Svíþjóðar frá Danmörkun yfir Öresund-brú hafa verið bannaðar.
Ferðir til Svíþjóðar frá Danmörkun yfir Öresund-brú hafa verið bannaðar. AFP

Sænsk yfirvöld tilkynntu í dag að ferðalög til og frá Danmörku verði bönnuð eftir að nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem greindist fyrst í Bretlandi, greindist í Danmörku. 

„Nýja afbrigðið hefur einnig verið staðfest í Danmörku og fleiri löndum. En Danmörk hefur einnig séð aukinn fjölda smita undanfarið og kosið að loka til dæmis öllum verslunarmiðstöðum yfir hátíðarnar. Það er augljós áhætta á því að Danir freistist til þess að koma yfir til Svíþjóðar til að versla jólagjafir eða eyða tíma í Malmö til dæmis,“ sagði Mikael Damberg, innanríkisráðherra Svíþjóðar, á blaðamannafundi þar sem tilkynnt var um ákvörðunina í dag. 

Dönsk stjórnvöld tilkynntu fyrr í dag að ákveðið hafi verið að loka fyrir allar flugferðir til landsins frá Bretlandi í tvo sólarhringa. Ákvörðunin var tekin til að koma í veg fyrir útbreiðslu nýja afbrigðsins. 

Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in hef­ur þegar hvatt Evr­ópu­lönd til þess að grípa til harðra aðgerða vegna af­brigðis­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert