Bandaríkjaþing samþykkir neyðaraðstoð

Fjölskylda skoðar jólaskraut í Brooklyn-hverfinu í New York-borg í síðustu …
Fjölskylda skoðar jólaskraut í Brooklyn-hverfinu í New York-borg í síðustu viku. Neyðaraðstoð Bandaríkjaþings mun koma mörgum til góða. AFP

Bandaríkjaþing hefur samþykkt 900 milljarða dala neyðarpakka til að styrkja efnahaginn í landinu. Milljónir Bandaríkjamanna og fjöldi fyrirtæka hafa átt í erfiðleikum vegna faraldurs kórónuveirunnar.

Pakkinn felur í sér beinar greiðslur til margra Bandaríkjamanna og fyrirtækja, auk þess sem fjármagnið verður nýtt í verkefni í þágu atvinnulausra. 

Mitch McConnell á gangi í þinghúsinu.
Mitch McConnell á gangi í þinghúsinu. AFP

Frumvarpið var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða, bæði í öldungadeildinni og fulltrúadeildinni. Búist er við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti verði fljótur að skrifa undir lögin. 

„Bandarískur almenningur þarf ekki að vera í vafa um að meiri hjálp er á leiðinni, núna strax,“ sagði leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, Mitch McConnell á Twitter.

Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, lýsti einnig yfir ánægju með gang mála á Twitter.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert