„Í dag erum við betra samfélag“

Aðgerðasinnar fögnuðu þegar þungunarrof var gert löglegt í Argentínu, nú …
Aðgerðasinnar fögnuðu þegar þungunarrof var gert löglegt í Argentínu, nú í morgun. AFP

Argentínska þingið hefur lögleitt þungunarrof fram að fjórtándu viku meðgöngu. Þetta þykja mikil tímamót þar sem að í landinu er að finna einhver ströngustu þungunarrofslög í heimi. Þetta kemur fram á vef BBC. 

38 þingmenn kusu með frumvarpinu en 29 voru á móti.  

Þar til nú, var þungunarrof einungis heimilt í þeim tilfellum þegar móðurinni stafaði hætta af meðgöngunni eða ef henni hafði verið nauðgað. 

Kaþólska kirkjan, sem er mjög áhrifamikil í Suður-Ameríku, hefur sagst vera á móti breytingunum og bað þingmenn um að hafna frumvarpinu. 

Aðgerðasinnar hafa lengi barist fyrir þessari lagabreytingu og vona að í framhaldi af lögleiðingunni muni önnur lönd í kring fylgja fordæmi Argentínu. 

Aðgerðasinnar hrærðir yfir niðurstöðunum.
Aðgerðasinnar hrærðir yfir niðurstöðunum. AFP

Þungunarrof er með öllu óheimilt í El Salvador, Níkaragva og Dóminíska lýðveldinu. Í Úrugvæ, Kúbu, Gvæjana og sumum hlutum Mexíkó er þungunarrof heimilt en með mismunandi takmörkunum. 

„Í dag erum við betra samfélag“

Alberto Fernández, forseti Argentínu, kaus með frumvarpinu. En eitt akosningaloforðum hans var að þungunarrof yrði loksins gert löglegt í landinu. „Ég er kaþólskur en ég verð að setja lög fyrir alla,“ sagði forsetinn.  

Sagði hann einnig að það að veita ókeypis og löglegt þungunarrof væri lýðheilsumál þar sem „ár hvert eru það um það bil 38.000 konur sem er komið með á spítala vegna leynilegs þungunarrofs og síðan lýðræði var endurreist (árið 1983) hafa 3.000 konur látið lífið.“ 

Eftir að kosið hafði verið með frumvarpinu sagði forsetinn: „Í dag erum við betra samfélag.“ 

Mikill mannfjöldi hafði safnast saman fyrir utan þingið í Buenos Aires og fylgdist með 12 tíma þingumræðunum á stórum skjáum fyrir utan þinghúsið.

Þegar loksins var kosið með frumvarpinu, nú snemma í morgun, brutust út mikil fagnaðarlæti meðal þeirra sem studdu frumvarpið.

Mikill mannfjöldi bíður eftir niðurstöðu kosninganna fyrir utan þinghúsið.
Mikill mannfjöldi bíður eftir niðurstöðu kosninganna fyrir utan þinghúsið. AFP
Fyrir utan þinghúsið í Buenos Aires. Vinstra megin má sjá …
Fyrir utan þinghúsið í Buenos Aires. Vinstra megin má sjá þá sem studdu frumvarpið og hægra megin má sjá þá sem voru á móti því. AFP

 

 

mbl.is

Bloggað um fréttina