Þriðji ráðherrann í ríkisstjórn Trumps segir af sér

Chad Wolf.
Chad Wolf. AFP

Chad Wolf, starfandi ráðherra heimavarnarráðuneytis Bandaríkjanna, hefur sagt af sér embætti á sama tíma og miklar áhyggjur hafa verið uppi um áframhaldandi ofbeldi í landinu við innsetningarathöfn Joes Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna, í næstu viku.

Embættismaður í ráðuneytinu staðfesti þetta við AFP-fréttastofuna.

Heimavarnarráðuneytið fer með öryggismál við athöfnina.

Wolf gaf enga ástæðu upp fyrir afsögninni en sagði að Pete Gaynor, framkvæmdastjóri almannavarnastofnunarinnar FEMA, myndi taka við af sér.

Áður höfðu bæði mennta og samgönguráðherra sagt af sér en þær tilkynntu afsögn sína í kjölfar innrásarinnar inn í þinghúsið. 

Ráðherra sam­göngu­mála, Elaine Chao, til­kynnti af­sögn sína á miðvikudag vegna of­beld­is­ins í þing­hús­inu en Chao, sem er gift lei­toga re­públi­kana í öld­unga­deild­inni, Mich McConn­ell, hef­ur setið einna lengst í rík­is­stjórn Trumps. Eins sagði mennta­málaráðherr­ann af sér en Betsy DeVos seg­ir í bréfi til Trumps seg­ir að að hegðun sem þessi sé óá­sætt­an­leg fyr­ir landið. Aðrir sem hafa sagt af sér eru Mick Mul­vaney, sem er fyrr­ver­andi starfs­manna­stjóri Trump en nú­ver­andi er­ind­reki lands­ins í Norður-Írlandi og aðstoðarþjóðarör­ygg­is­ráðgjafi lands­ins, Matt Pott­in­ger.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert