Efnahagsmál, faraldur og samstaða

Þrjú helstu verkefni Joes Bidens nýs Bandaríkjaforseta eru að mati sérfræðinga að koma efnahagsmálum landsins á réttan kjöl, ná tökum að faraldri Kórónuveirunnar og að sameina sundraða þjóð sem er klofin eftir kynþáttaátök síðustu missera. 

AFP fréttaveitan fer yfir stöðuna í þessu ítarlega myndskeiði sem fylgir fréttinni en óhætt er að segja að fáir forsetar hafi tekið við embættinu í jafn erfiðri stöðu og bandaríska þjóðin er í nú. Fráfarandi forseta til varnar má þó benda á að efnahagshorfur voru prýðilegar þar til að heimsfaraldurinn skall á.

mbl.is