Rush Limbaugh látinn

Rush Limbaugh fyrir miðju.
Rush Limbaugh fyrir miðju. AFP

Banda­ríski út­varps­maður­inn um­deildi, Rush Limbaugh, er látinn, 70 ára að aldri. Eiginkona hans, Kathryn Adams, greindi frá andlátinu í útvarpsþætti hans í dag en Limbaugh glímdi við lungnakrabbamein.

Limbaugh, sem fæddist 12. janúar 1951, var í gegnum tíðina áhrifa­mik­ill álits­gjafi á hægri væng banda­rískra stjórn­mála og stjórnaði eigin útvarpsþætti í áraraðir.

Þrír forsetar komu sem gestir í þátt hans og Limbaugh hlaut frelsisverðlaun Bandaríkjaforseta í fyrra. Hann var ákafaur stuðningsmaður Donalds Trumps, fyrrverandi forseta.

Limbaugh var ávallt umdeildur en í umfjöllun BBC kemur fram að hann hafi verið rasisti, hommahatari og afneitað loftslagsbreytingum.

Limbaugh tjáði sig að minnsta kosti einu sinni um málefni tengd Íslandi en hann fullyrti að með eld­gosinu í Eyja­fjalla­jökli í apríl 2010 hefði Guð látið reiði sína í ljós vegna breyt­inga demó­krata á heil­brigðis­kerf­inu vest­an­hafs.

mbl.is

Bloggað um fréttina