Frökkum ráðlagt að yfirgefa Pakistan

Stuðningsmenn TLP-flokksins í Pakistan kasta seinum að brynvörðum bíl lögreglunnar …
Stuðningsmenn TLP-flokksins í Pakistan kasta seinum að brynvörðum bíl lögreglunnar meðan á mótmælum stóð vegna handtöku leiðtoga flokksins sem fór fram á að sendiherra Frakklands yrði rekinn úr landi. AFP

Franska sendiráðið í Pakistan hefur ráðlagt öllum frönskum ríkisborgurum og fyrirtækjum að yfirgefa landið tímabundið.

Ástæðan fyrir því eru mótmæli í garð Frakka sem hafa lamað stóran hluta landsins í þessari viku.

„Vegna alvarlegra hótana í garð Frakka og franskra hagsmuna í Pakistan er frönskum ríkisborgurum og frönskum fyrirtækjum ráðlagt að yfirgefa landið tímabundið,“ sagði sendiráðið í tölvupósti til franskra ríkisborgara.

Emmanuel Macron, forseti Frakklands.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands. AFP

Andúð í garð Frakka hefur kraumað undir undanfarna mánuði í Pakistan eftir að forsetinn Emmanuel Macron lýsti yfir stuðningi við tímarit um að endurbirta skopmyndir af Múhameð spámanni. Margir múslimar telja þetta guðlast.

Pakistönsk stjórnvöld hafa í hyggju að banna öfgafullan stjórnmálaflokk í landinu eftir að leiðtogi hans fór fram á að franski sendiherrann yrði rekin úr landi. Leiðtoginn var handtekinn í gær og yfirheyrður af lögreglunni. Mótmæli brutust út víðs vegar um Pakistan í framhaldinu þar sem tveir lögreglumenn létust. 

mbl.is