Chauvin ætlar ekki að bera vitni

Derek Chauvin.
Derek Chauvin. AFP

Lögreglumaðurinn fyrrverandi Derek Chauvin, sem er ákærður fyrir að hafa drepið George Floyd, ætlar ekki að bera vitni í réttarhöldunum yfir honum.

Þetta sagði Chauvin fyrir dómi í gær. Ekkert verður réttað í málinu í dag.

Chauvin kraup með hné sitt á hálsi Floyd, sem er þeldökkur, með þeim afleiðingum að hann lést. 

Katie og Aubrey Wright, foreldrar Daunte Wright á blaðamannafundi.
Katie og Aubrey Wright, foreldrar Daunte Wright á blaðamannafundi. AFP

Annar hvítur fyrrverandi lögreglumaður, Kim Potter, mætti einnig fyrir dóm í gær á Zoom-fundi. Hún er ákærð fyrir manndráp af annarri gráðu fyrir að hafa skotið ungan þeldökkan mann, Daunte Wright, til bana. Ákveðið var að hún skyldi mæta næst fyrir dóm 17. maí.

mbl.is