Árásarmaðurinn fyrrverandi starfsmaður FedEx

Frá vettvangi.
Frá vettvangi. AFP

Maður sem skaut átta manns til bana í bandarísku borginni Indianapolis á fimmtudagskvöld við húsnæði fyrirtækisins FedEx var fyrrverandi starfsmaður þess.

Lögreglan hefur borið kennsl á manninn, sem varð sjálfum sér að bana í árásinni áður en lögregla kom á vettvang. Brandon Hole, 19 ára, starfaði síðast hjá FedEx árið 2020. Lögregla segir að hann hafi skotið af sjálfvirku skotvopni af handahófi um leið og hann steig út úr bifreið sinni fyrir framan húsnæði FedEx. 

Sjö særðust alvarlega í árásinni og voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Átta létust á vettvangi auk Holes. 

Lögregla segist ekki vita hvað hafi búið að baki árásinni. Hole hafi ekki átt í orðaskiptum við neinn í aðdraganda árásarinnar, heldur hafið skothríð strax við komuna að húsnæði fyrirtækisins. 

BBC greinir frá því að minnst fjórir hinna látnu voru síkar. Gurinder Singh Khasla, leiðtogi samfélags síka í Indianapolis, sagði í gær að FedEx væri þekkt fyrir að ráða starfsmenn sem hafðu takmarkaða kunnáttu í ensku. 

Í yfirlýsingu sinni vottaði stjórnarformaður og framkvæmdastjóri FedEx, Frederick Smith, aðstandendum fórnalambanna samúð sína. 

Þá fyrirskipaði Joe Biden Bandaríkjaforseti að flaggað skyldi í hálfa stöng við Hvíta húsið í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert