Öllu skellt í lás í Nýju-Delí

Öllu verður skellt í lás í höfuðborg Indlands í kvöld að sögn borgaryfirvalda. Er þetta gert til þess að reyna að stöðva mikla fjölgun smita í borginni. Vegna þeirra eru sjúkrahús í miklum vanda vegna þess að þau eru að yfirfyllast og súrefnisbirgðir þeirra afar litlar.

„Ef við skellum ekki í lás núna horfum við fram á enn meiri hörmungar. Frá og með kvöldinu í kvöld verður öllu lokað þangað til næsta mánudag,“ segir borgarstjórinn í Nýju-Delí. 

Í gær var greint frá því að yfir 270 þúsund ný smit hefðu greinst á Indlandi síðasta sólarhringinn og yfir 1.600 hefðu látist af völdum Covid-19. Aldrei áður hafa smittölur sem og andlátstölur verið jafn háar þar í landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert