Vörn gegn veiru með skoti og bjór

New Jersey-búar sem hafa náð aldri geta fengið frían bjór …
New Jersey-búar sem hafa náð aldri geta fengið frían bjór eftir fyrstu bólusetningu. mbl.is/Colourbox

Íbúum New Jersey sem náð hafa 21 árs aldri býðst nú að mæta í bólusetningu gegn Covid-19 og fá frían bjór að launum. 

Phil Murphy, ríkisstjóri New Jersey, kynnti í dag til leiks prógrammið Skot og bjór sem á að virka sem hvati fyrir ungt fólk til þess að mæta í bólusetningu. 

„Allir New Jersey-búar sem fá sinn fyrsta skammt af bóluefni í maí eiga nú möguleika á að framvísa bólusetningarskírteini til samstarfskráa og fá frían bjór að lokinni bólusetningu,“ segir ríkisstjóri New Jersey í twitter-færslu en með henni fylgir listi yfir þær krár sem taka þátt í verkefninu.

Netverjar hafa tekið vel í hugmyndina en nokkrir virðast þó svekktir yfir því að hafa þegar mætt í bólusetningu og velta því fyrir sér hvort þeir eigi rétt á sömu fríðindum og þeir sem verða bólusettir á næstunni. 




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert