20 milljónir hafa smitast á Indlandi

Yfir 20 milljónir hafa smitast af Covid-19 á Indlandi og voru yfir 350 þúsund ný smit staðfest þar í dag. Sjúkrahús eru yfirfull og mikill skortur á súrefni fyrir þá sem hafa veikst alvarlega.

Á sama tíma og faraldurinn geisar stjórnlaust á Indlandi er ástandið að batna mikið í Evrópu og í Bandaríkjunum. Evrópusambandið stefnir á að heimila fullbólusettum ferðamönnum að koma til ríkja sambandsins í næsta mánuði og í Bandaríkjunum er lífið óðum að færast í eðlilegra horf enda ganga bólusetningar vel í landinu. 

Á sama tíma og og ríkisstjórn Indlands hefur átt erfitt með að ná utan um ástandið hefur hópur ungra sjálfboðaliða sett upp smáforrit til að halda utan um mögulega aðstoð. Notfærir hópurinn sér samfélagsmiðla til að koma aðstoð til þeirra sem eru í þörf. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert