Reyndi að selja aðgang að Pútín

Michael prins af Kent.
Michael prins af Kent. AFP

Frændi Elísabetar Englandsdrottningar, Michael prins af Kent, bauð fjárfestum aðgang að stjórnvöldum í Rússlandi gegn greiðslu. þetta kemur fram í rannsókn Sunday Times og Channel 4. Fjallað er um málið í blaðinu í  dag og þátturinn verður sýndur í sjónvarpinu annað kvöld.

Michael sagði við fréttamenn sem dulbjuggust sem fjárfestar frá Suður-Kóreu á rafrænum fundi að fyrir 10 þúsund pund á dag myndi hann koma þeim í samband við föruneyti forseta Rússlands, Valdimír Pútín. 

Þáttastjórnendur Dispatches á Channel 4 og blaðamenn Sunday Times settu á laggirnar gervifyrirtæki í Suður-Kóreu og nefndu það House of Haedong. Prinsinn sagðist einnig geta veitt fyrirtækinu fyrirgreiðslu að konungsfjölskyldunni gegn aukagreiðslu. Á fundi sem  var tekin upp af fréttamönnunum sagði viðskiptafélagi prinsins, Reading lávarður, að prinsinn væri óopinber sendiherra drottningarinnar í Rússlandi. 

Prinsinn, sem er 78 ára gamall, fékk rússneska heiðursorðu árið 2009 er Pútín var forsætisráðherra landsins.

mbl.is