Gefa 150.000 smokka á Ólympíuleikunum

Það ætti að vera nóg af smokkum í ólympíuþorpinu.
Það ætti að vera nóg af smokkum í ólympíuþorpinu. mbl.is

Skipuleggjendur Ólympíuleikanna í Tókýó hyggjast gefa 150.000 smokka á leikunum í næsta mánuði. Þeir hvetja þó keppendur til að nota þá frekar heima en í ólympíuþorpinu, þar sem samkomutakmarkanir og sóttvarnaaðgerðir eru í hávegum hafðar.

Fjölda smokka hefur verið dreift síðan Ólympíuleikarnir áttu sér stað í Seúl árið 1988, í því skyni að vekja athygli á eyðni og alnæmi, og verður því haldið áfram að ósk ólympíunefndarinnar. 

Keppendur leikanna hafa þó verið beðnir að virða fjarlægðartakmarkanir, sem dregur um leið úr líkunum á að þeir rugli saman reytum. 

„Smokkarnir eru ekki ætlaðir til notkunar í ólympíuþorpinu, heldur eiga keppendur að taka þá með sér heim, til að vekja athygli á málefninu í sínu heimalandi,“ segir í svari skipuleggjenda leikanna við spurningum fréttastofunnar Reuters.

Betra að klappa

Yfirvöld í Tókýó hafa nú þegar bannað áhorfendur frá öðrum löndum á leikunum. Þá hafa þau beðið þá heimamenn, sem hyggjast mæta til að horfa á, að sýna stuðning með því að klappa í stað þess að fagna með hrópum og köllum, til þess að minnka líkurnar á mögulegri dreifingu kórónuveirunnar.

„Við þurfum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir hópsmit. Það krefst samvinnu allra þeirra sem koma að keppninni,“ sagði Nobuhiko Okabe smitsjúkdómafræðingur á blaðamannafundi á föstudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert