Ekkert útgöngubann fyrir bólusetta

Heilbrigðisráðherrann Jens Spahn.
Heilbrigðisráðherrann Jens Spahn. AFP

Heilbrigðisráðherra Þýskalands lofaði því í dag að fólk sem er bólusett gegn Covid-19 muni ekki þurfa að sæta útgöngubanni eða ströngum sóttvarnareglum aftur. Þá muni þessi hópur njóta meira frelsis en óbólusettir ef faraldurinn fer af stað aftur. 

„Á meðan það eru engar stökkbreytingar þarna úti sem hafa áhrif á vörnina sem bóluefnið veitir þá þýðir það að vera bólusettur að takmarkanir af þeim toga sem við sáum síðasta vetur muni ekki vera nauðsynlegar eða lagalega viðeigandi,“ sagði ráðherrann, Jens Spahn, við fjölmiðlamenn í Berlín. 

Nýgengi smita í Þýskalandi er nú mjög lágt og hefur verið dregið úr flestum sóttvarnareglum. Þrátt fyrir það eru uppi áhyggjur af Delta-afbrigði kórónuveirunnar sem er bráðsmitandi, meira smitandi en fyrri afbrigði kórónuveirunnar, sérstaklega þar sem margir Þjóðverjar eru nú á faraldsfæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert