Tala látinna hækkar í 46

Maður bætir við blómum á minningarvegg hinna látnu í Surfside …
Maður bætir við blómum á minningarvegg hinna látnu í Surfside hverfinu þar sem byggingin, og að hluta til rústir hennar, er staðsett. AFP

Tíu lík til viðbótar hafa fundist í rústum Surfside-íbúðahússins í Miami í Bandaríkjunum.

Tala látinna er nú 46 en enn er 94 saknað. Kennsl hafa verið borin á 32 af þeim 46 sem hafa fundist látin.

Daniella Levine Cava, borgarstjóri Miami-Dade sýslu, segir að viðbragðsaðilar hafi náð til nýrra svæða í rústunum eftir að byggingin var sprengd um helgina.

Það var gert til að fyrirbyggja mögulega hættu sem hefði getað skapast af húsinu vegna fellibyls sem búist var við á svæðinu.

Byggingin hrundi snemma dags þann 24. júní, fyrir nærri tveimur vikum, en rannsóknir standa enn yfir á orsökum þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert