90 fundist látnir í Surfside

Surfsi­de-íbúðarhúsið í Miami.
Surfsi­de-íbúðarhúsið í Miami. AFP

Enn hækkar tala látinna eftir hrun Surfsi­de-íbúðarhúss­ins í Miami í Banda­ríkj­un­um í dag en 90 lík hafa nú fundist í rústunum. Af þeim hefur verið borið kennsl á 71.

Af þeim sem vitað er að hafi verið í húsinu er það hrundi hafa nú 217 fundist en 31 er enn saknað. Björgunaraðilar á svæðinu hafa fjarlægt um sex þúsund tonn af steinsteypu og öðrum leifum af svæðinu. Vinna björgunaraðilar hefur staðið yfir allan sólarhringinn síðan slysið varð 24. júní. 

Tala látinna er nú 90.
Tala látinna er nú 90. AFP

Húsið, Champlain Towers South, var tólf hæða hátt, byggt snemma á níunda áratug síðustu aldar. Rannsókn á slysinu stendur yfir en í skýrslu borgaryfirvalda frá 2018 segir að óttast hafi verið að hús á svæðinu væru ótrygg. 

Borgarstjóri Surfside, Charles Burkett, sagði í dag að rannsókn á steinsteypu hússins hafi þó leitt í ljós að styrkur steypunnar væri góður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert