Sótti lík föður síns við erfiðar aðstæður

Sajid fór með bænir úr Kóraninum að islömskum sið eftir …
Sajid fór með bænir úr Kóraninum að islömskum sið eftir að hann jarðaði föður sinn við fjórðu búðir K2. Twitter reikningur Sajid Ali Sadpara

Sajid Ali Sadpara hefur jarðað föður sinn, Muhammed Ali Sadpara, við fjórðu búðir K2, skammt frá þeim stað þar sem lík þeirra Johns Snorra, Muhammeds Alis Sadpara og Juans Pablos Mohrs fundust. Sajid er á leið niður af tindinum og ákvað að koma líki föður síns fyrir undir snjó á K2.

Í twitterfærslu á reikningi sem haldið er úti í minningu föður hans segir að Sajid hafi sótt líkið úr hættulegum halla einn síns liðs. Hann fékk svo aðstoð frá argentínskum fjallgöngumanni við að koma líkinu niður flöskuhálsinn, að búðunum. Til að heiðra minningu föður síns og að ósk móður sinnar fór Sajid með bænir úr Kóraninum að islömskum sið.

mbl.is