Talíbanar vinna þriðju héraðshöfuðborgina

Afganski herinn reynir að halda aftur að vígasveitum talíbana.
Afganski herinn reynir að halda aftur að vígasveitum talíbana. AFP

Talíbanar í Afganistan hafa komist yfir héraðshöfuðborgina Kunduz í norðurhluta landsins. Þessu hafa talsmenn talíbana á svæðinu lýst yfir og hefur verið staðfest af fréttaritara AFP í Norður-Afganistan. 

Borgin er talin hernaðarlega mikilvæg. Er þetta þriðja héraðshöfuðborgin sem talíbanar ná á sitt vald á þremur dögum; Zar­anj í suðvesturhluta Afganistans á föstudaginn og Sheberg­h­an í Norður-Afganistan í gær. 

Mikil átök geisa nú í annarri héraðshöfuðborg norðarlega í Afganistan, Shar-e-pul. 

„Kunduz er fallin; talíbanar hafa komist yfir alla lykilstaði í borginni,“ er haft eftir fréttaritara á svæðinu. 

Þingmaður frá Shar-e-pul sagði fyrir skömmu við fréttastofu AFP að talíbanar væru komir inn í miðborg Shar-e-pul, þar sem þeir taka yfir svæðið götu fyrir götu. Enn er barist í borginni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert