Erna Solberg viðurkennir ósigur

Erna Solberg forsætisráðherra Noregs á Radisson Blu-hótelinu í kvöld.
Erna Solberg forsætisráðherra Noregs á Radisson Blu-hótelinu í kvöld. AFP

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, viðurkenndi ósigur í Stórþingskosningum nú á tíunda tímanum í kvöld. Hún ávarpaði flokkinn sinn í kvöld og notaði þar tækifærið til þess að óska Jon­asi Gahr Støre, formanni Verka­manna­flokks­ins, til hamingju með vænlega kosningu. 

Solberg var þó hvergi banginn og sagði að þó Hægriflokkinn væri að kveðja ríkisstjórn í bili væri ætlunin að snúa aftur sterk síðar meir. 

Vinstriblokk Noregs var sigurvegari kosninganna með öflugan meirihluta eða 100 þingsæti af 168. Því er átta ára valdatíð Ernu Solberg liðin. Hún tók við sem forsætisráðherra af Jens Stoltenberg árið 2013.

mbl.is