Flutningavél brotlenti í fjallshlíð í Indónesíu

Þrír voru um borð í flutningavélinni.
Þrír voru um borð í flutningavélinni. AFP

Lítil flutningavél með þremur einstaklingum um borð brotlenti í fjallshlíð í Indónesíu í morgun. Flugvélin missti samband við flugumferðastjóra rétt áður en hún átti að lenda í Papua-héraði.

„Veðrið á flugvellinum var ekki gott, það var búist við því að flugvélin myndi lenda en það var ekki auðvelt að sjá flugbrautina,“ sagði Ahmad Mustofa Kamal, talsmaður lögreglunnar í héraðinu.

Enn er leitað að einstaklingunum sem voru um borð en brakið fannst þremur tímum eftir að vélin brotlenti nærri þorpi í frumskóginum. 

Flugvélin brotlenti í frumskógi í Papua-héraði.
Flugvélin brotlenti í frumskógi í Papua-héraði. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert