Tuttugu þúsund skjálftar á tæpri viku

Frá La Palma. Þar hefur ekki gosið frá árinu 1971.
Frá La Palma. Þar hefur ekki gosið frá árinu 1971. Ljósmynd/Luca N

Nærri tuttugu og eitt þúsund skjálftar hafa mælst á tæpri viku, undir eldfjallahryggnum Cumbre Vieja á eyjunni La Palma sem tilheyrir Kanaríeyjunum.

Frá þessu greinir INVOLCAN, eldfjallafræðistofnun Kanaríeyja.

Á korti sem stofnunin hefur gefið út má sjá staðsetningar helstu skjálftanna sem riðið hafa yfir eyjuna frá því hrinan hófst þar á laugardag. Stærsti skjálftinn til þessa mældist 3,4 að styrkleika.

Von á stærri jarðskjálftum

Fjallað var á mbl.is í gær um viðvaranir yfirvalda eyjaklasans vegna þess að eldgos geti mögulega verið í vændum.

„Við get­um ekki gert spá til skamms tíma,“ var haft eft­ir Maríu José Blanco, for­stjóra Jarðfræðistofn­un­ar Kana­ríeyja, í um­fjöll­un spænska dag­blaðsins El País í gær.

„En allt bend­ir til þess að þetta muni þró­ast í stærri jarðskjálfta sem verða kröft­ugri og sem fólk mun finna fyr­ir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert